hmmm.....
ég er komin upp í rúm í hlébarða náttbuxunum mínum og david bowie hylur brjóst og bumbu.... poke a pal in the eye....mugison á fóninum og létt lýsing...
í kvöld bauð pabbi mér í bíó á myndina Hotel Rwanda.....vá....það er það eina sem ég get sagt.
svona kalt mat þá er mynd mjög vel tekin, vel gerð og tónlistin spilar skemmtilega inn í...
efnislega er þessi mynd bara vá......og hvað svo? eftir að hafa séð mynd sem fjallar um þjóðarmorðin i Rúanda þar sem að talið er að milljón manna hafi dáið, verið hreint og beint slátrað, af því að belgir ákváðu að skipta þjóðinni í tvennt, tútsí og hútú. hér var verið að drepa tútsí því að belgirnir ákváðu að það væri betra fólk en hútú og þeir byggðu þetta m.a. á stærð nefs og hörundslit...hér eru hútús í uppreisn gegn "kúgun" tútsís og slátrunin hefst...svona er saga Rúöndu frá því um 1930 þegar að belgarnir höfðu lokið við að stimpla fólk og þjóðin varð sjálfstæð, tútsí og hútú skiptast á að drepa hvort annað..... sögusvið þessarar myndar er 1994 þegar að það átti að skrifa undir friðarsáttmála sem og var gert en allt kom fyrir ekki og forsetinn var myrtur....slátrunin og geðveikin hófst.
einn maður sem hafði endalausa trú og hugrekki tókst að bjarga rúmlega 1200 tútsís með því að hýsa þau á hótelinu sínu og svo semja við hina og þessa til að fá fólkið flutt út úr landinu.
hreint út sagt magnað.
en hvað tekur svo við? maður fer í bíó á magnaða mynd sem hreyfir við einhverju innra með manni, kannski samviskubiti, maður borðar popp like theres no tomorrow, kíkir út í hléi, tekur myndina "inn á sig", klára hana og fer svo heim að setja í þvottavél og skoða mbl og kippa sér upp við hið (afsakið) ómerkilega páfakjör....
ef ég á alveg að vera hreinskilin þá held ég að ég muni ekki stöðva við næstu manneskjuna sem er með bláan UN borða og býður mér að verða alþjóðaforeldri og segja:já, endilega.....
nei ég á öruggleg eftir að þykjar þurfa að senda sms eða akkúrat líta í hina áttina.... ég hef friðað samviskuna mína og hvítþvegið hendurnar mínar með setningunni: ég fer bara sjálf og hjálpa einhvern daginn...og hvað getur ein manneskju svosem breytt miklu??. Jú, nefnilega heilmiklu, því ef maður spáir í því hversu marga dauðsfall manns snertir, nánustu vinir og ættingjar, og áhrifin sem líf manns hefur á þá svo ekki sé nefnt allir sem maður ekki þekkir....þá er málshátturinn: oft veltir lítil þufa stóru hlassi; ekki svo galinn.....
það er ljótt að segja þetta en vani er það sem hefur gerst. við erum vön þessu ofbeldi, við erum vön að sjá þetta í fréttunum og hlusta með hálfri sem engir athygli en hlaupum út í búð til að kaupa DV og sjá hvað Kristín Bára ætlar að gera í LA....og svona er þetta alls staðar, öllum er bara alveg sama. allir eru egócentrískir. (vil reyndar taka það fram að ég les ekki dv en sé forsíðanu á 5 stöðum á leiðinni í skólann á morgnanna)
er þetta bara alltaf svona? heimur til helvítis fer?
hver getur sagts hafa gert góðverk í dag?? eitthvað sem hagnaðist honum sjálfum ekki á einn einasta hátt....
æ ég veit ekki, mér finnst ég alltaf svo lítil og vernduð á eyjunni okkar og ekkert kemur fyrir mig því ég er sigga dögg frá íslandinu góða þar sem ekkert slæmt gerist....spurning um að fara að hætta þessum barnaskrefum og fara að axla ábyrgðar á fleirum en eigin rassi.... eins klisjukennt og þetta allt saman hljómar þá er þetta mín pæling....
intrum segir það bara best; ekki gera EKKI neitt.......
reyndar verð ég að fá að koma því að, ég er að verða mjög hrifin af atferlisgreiningu og get alveg séð sjálfa mig leysa vandamál heimsins þegar viðkemur grimmd og fordómum...þá hætta allir að vera vondir við hvert annað og heimurinn verður betri fyrir vikið.....
ein gellan í amazing race missti sig þegar þau voru í s-afríku og fór að tala um fólkið eins og það væru pöddur (eins og í myndinni) og fór að tala um að það ætti að gera alla ófrjóa og að það væri heimskt...afhverju og til hvers er það að fjölga sér?? spáðu í því!
hvaðan kemur þetta hvíti maðurinn er bestur???? jú ég veit söguna, en ég er ekki að leita í svar þangað, þetta er bara svona er svarið sem maður fær;; en afhverju?? darwinismi er heldur ekki nógu gott svar.
ég legg til að hvert og eitt okkar geri góðverk á morgun sem þjónar hagsmunum okkar ekki á neinn hátt, þó ekki sé nema að fara í bíó og viðurkenna það sem er að gerast og hefur verið að gerast.....með því að opna augun er fyrsta skrefið tekið...
p.s. ég bara skil ekki alla þessa páfa-kaþólsku-kirkju pælingu; mér finnst þetta rugl, samsæri og til háborinnar skammar! það að Bush fari að tjá sig um gáfur nýkjörins páfa segir allt sem segja þarf, eflaust fínn kappi sem er á móti getnaðarvörnum og deilir áhugamálum með Micheal Jackson...
góða nótt.......it´s just a perfect day, I am glad I spent it with u......
sigga sem ætlar að bjarga heiminum
þriðjudagur, apríl 19
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
mikið eru þetta góðar pælingar hjá þér : ) Held samt að ég sé en þá "verri" því ég kaupi penna og splæsi þúsundkalli hér og þar til að friða mína samvisku, því þá finnst mér ég voða góð!!!!!!!
ahh alltaf jafn gaman að lesa bloggið þitt sæta ;) Sé þig eftir prófin vííí það er að koma sumar
Skrifa ummæli